Sunday, March 12, 2006

Sorbonne

Ji, ég gleymdi að segja frá því þegar við vorum á stússinu og vorum að flakka á milli búða, þurftum við að fara framhjá Sorbonne Háskólanum. Ég hef bara aldrei séð eins mikið af lögreglumönnum samankomnir á einum stað. Þeir voru búnir að girða Sorbonne bygginguna allveg af en það voru engir stúdentar þegar við fórum framhjá. En Stúdentarnir höfðu ekki einungis gert allt vitlaust inni í aðalbyggingunni heldur var búið að brjóta auglýsingaskylti og eiðileggja strætóskýlin sem eru við skólann. Ég spurði Gunna í vikunni hvort hann fyndi fyrir þessum mótmælum í skólanum sínum en hann er að kenna í Sorbonne í 19 hverfi, eða Sorbonne IV. En hann hefur ekki fundið fyrir neinu og við strákarnir bara verulega fegnir því. Við heyrðum í gær að þessi mótmæli munu standa lengur yfir en vonum samt að þessu lægi. Sagnir segja að þessi mótmæli lýkjast mótmælunum 1968 en þá varð alsherjar verkfall í Frakklandi. Maður verður bara að fara að hlusta á "Il été une fois" tónlistargrúppíuna frá árinu 1968 en sú hljómsveit varð mjög vinsæl á þeim tíma, en Gunni keypti þennan disk í fyrra og hlustað var á hann alla leið frá Paris til Króatíu, þegar við strákarnir fórum í páskafrí.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home