Dagurinn í dag
Jæja nú er Laugardagur og margt ákveðið. Soffía, vinkona og frænka Gunna, Guðrún, æskuvinkona Gunna, heimsóttu "Sigguna okkar" í París og voru boðnar í franskan mat og eitthver íslenskur maður sem ætlar að gista í íbúð Fern Nevjinskis, sú sem á íbúðina sem við búum í, ætlaði að koma eftir hádegi. Ekki sáum við þennan íslending en heyrðum í honum mjög seint símleiðis og hann ekkert ákveðin í því að koma að skoða íbúðina. Okkur var bara allveg sama og ákváðum að taka því verulega rólega. Gunni sat við tölvuna sína en hann þurfti að tæma hana öllu gögnum og var að endurhlaða öll göng sem hann átti og var að reyna að tengja sig "wirelessly" og "locally" og honum tókst það við mikinn fögnuð. Nonni kom um eitt leytið eftir góða fimleikaæfingu en hann er nú að fínpússa hreyfingar fyrir næsta mót sem er um næstu helgi, en hann á eftir að verða næsta íþrótta-frétt á NFS eða RÚV. Þorsteinn, "arkitektinn", fór að reyna sig í "html-kóðun" á blogspot.com og það er ótrúlegt hvað hann er fljótur að tileinka sér þessa net-þekkingu. Til að monta sig aðeins þá hef ég sterklega á tilgfinningunni að þeir munu ná langt í lífinu.
Eftir að Gunni náði að tengja sig "wirelessly" ákváðum við tveir að fara út í [serkutrý]-ið okkar, á línuskautum, að Tolbiac götu en þar er besta "Mouse au Choklade bæjarinns" og bestu kæfurnar, skinkurnar og ostarnir. Þó að við búum við Mouffetard, sem "hlaðin" er góðu kjöti og osta-búðum eru búðirnar við Tolbiac götu enn betri. Við drifum okkur út í mótmælagönguna sem er hefur stækkað aðeins síðan í gær, en hún var sú stærsta sem ég hef séð. Við línuðum dansandi á móti "festande"mannmergðnum að Tolbiac götu og hittum þar kjötbúðar-stúlkurnar sem virðast ekki geta gleymt okkur. En við fengum svo góða þjónustu og dálitla kennslu í franskri matarhefð í leiðinni. Svo ofboðslega gaman að koma þangað og hitta þessar stelpur en þær eru svo innilegar. Eftir góða kennslu í matarhefð frakka fórum við sömu leið heim en stoppuðum í "tabac" til að kaupa sígarettur og vindla. Við náðum að koma okkur í gegnum mannmergðina einu sinni enn en komum heim mjög þreyttir líkamlega. Þessir línuskautar geta verið ansi góðir í þrek-þjálfun. en þetta er kannski eitthvað fyrir líkamsræktarstöðina Hreyfingu til að hugsa um.
Þegar mótmælendur voru að fara að flykkjast frá þar sem við eigum heima fórum við að undirbúa kvöldmatinn. Soffia, Guðrún og Sigga fengu 5 rétta kvöldverð og voru alsælar með allt en eftir að þær fóru, settumst við Gunni við tölvurnar og hrofðum á NFS-fréttirnar og erum enn að. Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir mótmælagöngunni í dag þá er hægt að sjá hana í fréttum RÚV eða á NFS en myndir af götunni okkar er í fréttum.
(festande: att festa (sögnin)=skemmtun: að skemmta | Wirelessly=þráðlaust | locally=beintengt)
Eftir að Gunni náði að tengja sig "wirelessly" ákváðum við tveir að fara út í [serkutrý]-ið okkar, á línuskautum, að Tolbiac götu en þar er besta "Mouse au Choklade bæjarinns" og bestu kæfurnar, skinkurnar og ostarnir. Þó að við búum við Mouffetard, sem "hlaðin" er góðu kjöti og osta-búðum eru búðirnar við Tolbiac götu enn betri. Við drifum okkur út í mótmælagönguna sem er hefur stækkað aðeins síðan í gær, en hún var sú stærsta sem ég hef séð. Við línuðum dansandi á móti "festande"mannmergðnum að Tolbiac götu og hittum þar kjötbúðar-stúlkurnar sem virðast ekki geta gleymt okkur. En við fengum svo góða þjónustu og dálitla kennslu í franskri matarhefð í leiðinni. Svo ofboðslega gaman að koma þangað og hitta þessar stelpur en þær eru svo innilegar. Eftir góða kennslu í matarhefð frakka fórum við sömu leið heim en stoppuðum í "tabac" til að kaupa sígarettur og vindla. Við náðum að koma okkur í gegnum mannmergðina einu sinni enn en komum heim mjög þreyttir líkamlega. Þessir línuskautar geta verið ansi góðir í þrek-þjálfun. en þetta er kannski eitthvað fyrir líkamsræktarstöðina Hreyfingu til að hugsa um.
Þegar mótmælendur voru að fara að flykkjast frá þar sem við eigum heima fórum við að undirbúa kvöldmatinn. Soffia, Guðrún og Sigga fengu 5 rétta kvöldverð og voru alsælar með allt en eftir að þær fóru, settumst við Gunni við tölvurnar og hrofðum á NFS-fréttirnar og erum enn að. Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir mótmælagöngunni í dag þá er hægt að sjá hana í fréttum RÚV eða á NFS en myndir af götunni okkar er í fréttum.
(festande: att festa (sögnin)=skemmtun: að skemmta | Wirelessly=þráðlaust | locally=beintengt)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home