Monday, March 20, 2006

Fréttir dagsinns

Jú það er enn frí hjá mér og vaknað var um hádegið, sem sagt á skikkanlegum tíma. Strákarnir fóru í skólan og voru frekar spenntir því við áttum von á Bjarneyju í dag. Gunni vaknaði á undan mér og var að taka sig til þegar ég vaknaði. Ákveðið var að ég myndi ná í Bjarneyju á Port Royal mertó stöðinni svo hún kæmist nú á leiðarenda. En hún hefur ekki komið áður á Gobelins þó að hún kannast mikið við Paris. Gunni fór um hálf tvö leitið en á að byrja klukkan tvö. Bjarney hringdi svo rétt eftir að Gunni fór og ég lagði af stað gangandi að Port Royal. Ég kom akkurat á stöðina þegar hún labbaði í gegnum hliðið. Svo frábært að sjá hana og svona frískleg þó að hún hafði ekki sofið neitt af viti í langan tíma. Við löbbuðum heim frá stöðinni en á þeim tíma rigndi ekki. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar þangað til strákarnir komu heim. Þeir stukku á Bjarneyju og kysstu hana bak og fyrir þeagar þeir komum inn um dyrnar. Sú stund var æðisleg. Svo fengu strákarnir nammi og annað skemmtilegt frá systur sinni. Nonni dreif sig í fimleika en var ekki allveg að nenna að fara útaf hve spennandi það var að sjá systur sína. Við Bjarney og Þorsteinn spjölluðum aðeins áður en hann Gunni min kom heim. Hann varð svo glaður að sjá dóttur sína en hann hefur nú ekki séð hana síðan í ágúst í fyrra því hún er nú í námi í New York. Það er búið að vera svo yndislegt.
Við fórum niður í búð og keyptum Tacos í kvöldmatinn en Bjarney og Þorsteinn skultuðust á línuskauta til þess að ná í Nonna.
Borðað var svo kvöldmatinn og spjallað um allt milli himins og jarðar. Eftir matinn fóru strákarnir í háttinn og fengu svo lestur á frönsku frá pápa sínum.
Nú sitjum við Gunni og Bjarney við tölvurnar og erum að hlusta á fréttir dagsinns.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home