Friday, March 24, 2006

Föstudags fréttir

Jæja þá er ég sestur við tölvuna og varð að skrifa nokkur orð. En nú er verulega mikið að gera hjá mér og okkur hérna á Gobelins en Bjarney er nú heimsókn hjá okkur og mikið "planað". Það var svo frábært að hún skuli hafa komið en hún er nú í fríi eins og ég. Hún er í skóla í New York og er þar í líffræði.
Akkurat núna eru strákarnir í íþróttum og Bjarney í heimsókn hjá vinkonu sinni úr MR en sú vinkona flutti út rétt eftir að hún tók stúdentin. Bjarney verður hjá okkur þangað til á mánudag.
Nú er Gunni í símanum að tala við hana Siggu okkar en hún var að halda fyrirlestur á frönskunámskeiðinu og var í heila tvo klukkutíma. Rosalega dugleg og mjög gott að geta haldið fyrirlestur á frönsku.
Ég vaknaði á ekkert voðalega siðlegum tíma en vaknaði um eitt leitið og byrjaði á því að baka "jólaköku" en Gunni og strákarnir eru svo hrifnir af henni. Fullt af rúsínum. Það er eitt það sem ég get allse ekki borðað en setti súkkulaði bita út í svo ég fengi nú eitthvað. Kom bara vel út og vel heppnuð - fyrsta skiptið sem ég baka í þessu landi en Þorsteinn hefur séð alfarið um það hingað til en hann hefur gert ansi margar og mjög góðar "Súkkulaði tertur" handa okkur.
Jæja ég get ekki sagt meira en þetta held ég akkurat núna en kannski mætti nefna það að hann Gunnar minn var í fréttum Rúv í gær. Það var hringt í hann frá Rúv snemma í gær og tekið símaviðtal við hann. Honum gekk bara frábærlega vel. Og góð mynd af honum sem fylgdi með viðtalinu. Jæja en annars komu myndir af götunni okkar í fréttunum og sást í Place d´Italie þar sem við gerum matarinnkaupin.
Sjáumst!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home