Sunday, March 26, 2006

Sunnudagsfréttin á Gobelins

Já! góða fólk nú er sunnudagurinn að enda og einnig þetta langa "Spring brake". En það hefur verið svo gott veður í dag og hreint útsagt ótrúlegt - það er eins og að einhver hafi kveikt á ofninum því það var skítkallt í gær og langt yfir 10 gráðurnar í dag - engir treflar né ullarpeysur næstu daga eða þangað til á miðvikudaginn en þá á víst að verða kallt. En það á að vera 17 stiga hiti á morgun og höfum greinilega fengið forsmakkinn af því í dag - kominn tími til.

Jæja loksinns fær maður gott veður hérna en það sem er að frétta af "Fjölskyldunni á Gobelins " eða teppaverksmiðjunni, er að Gunni og Bjarney fóru að sjá fimleikakappann á móti eitthverstaðar mjög langt frá "Bonne lieu de Paris" - sem sagt langt frá "miðbæ" Parísar. Mótið gekk vel en fimleikafélagið hans Nonna hefur ekki gengið eins vel og núna en það er nátturlega Nonna að þakka - smá mont! þau feðginin fóru snemma af stað, mjög þreytt, og voru allveg til klukkan að ganga "kvöld". Mótið er kallað, eins og ég hef nefnt áður, Zone-mótið eða keppnin og þar voru 24 félög að keppa og hvert félag með 14 meðlimi. Því miður náði félagið hans Nonna ekki sæti og náðu ekki að komast áfram á Frakklandsmótið í Júní en þetta Zone-mót var liðakeppni. Einstaklingskeppnin er enn eftir en þar hefur Nonni mikla möguleika að ná á pallinn enda fimleikakappinn "Champion de Paris".
En Þorsteinn og ég urðum eftir heima og vöknuðum rétt um hádegið. Ég fór að laga og uppfæra Webbloggið mitt og lesa heimsfréttirnar með kaffinu og sígóinu. Við vorum ansi þreyttir en Listamaðurinn Philippe Richard, vinur og hluti af fjölskyldu Gunna, bauð okkur í veislu að hætti frakka. Hann var skiptinemi á Íslandi, bjó hjá Gunna og Eddu, móður strákana, í eitt ár og þau hafa haldið sambandi síðan. Hann var mjög gestrisinn enda "vín-bóndasonur" og bauð okkur upp á ektan franskan heimalagaðan mat; 4 rétta og rauðvín, sem er sérsvið hans þegar það kemur að bjóða í veislur.
Við vorum svo pakksödd og borðuðum alltof mikið en sáum ekki eftir því. Það tók okkur fjóra klukkutíma að borða en þurftum svo að drífa okkur heim til að "setja Nonna í háttinn". Þegar við komum heim vissum við ekki af því að klukkunni var breytt að miðnætti en vorum komnir heim á þeim tíma og vorum búin að sitja afvelta í dágóða stund í stofunni heima þangað til að við föttuðum breytinguna. Klukkan var sem sagt ekkert miðnætti heldur varð hún strax eitt að nóttu til og við nátturlega "allveg í sjokki" yfir þessu - búið að "stela" heilum klukkutíma af okkur og enginn látið okkur vita. En Nonninn okkar var farinn upp í rúm og steinsofnaði.

Um miðjan daginn eða "Aprés-Midi"(góð þýðing á því er "eftir miðdagur" en klukkan var þá orðin fjögur) hringdi Gunni og sagði okkur að Bjarney væri á leiðinni og Nonni búinn að keppa en þeir feðganir þurftu að vera lengur til að fá að vita úrslitinn.
Bjarney kom heim og "dró" svo Þorstein í billjard sem er hérna rétt hjá okkur. Á þeim tíma var ég byrjaður að læra aðeins eða glöggva í gegnum námsbækurnar. Siggann okkar á Rue Barrault hafði hringt í gær og sagst ætla að bjóða okkur öllum í sunnudagsmat klukkan hálf átta svo Bjarney og Þorsteinn komu heim rétt fyrir þann tíma til að ná í línuskautana sína og "sækja" mig í leiðinni, svo við yrðum samferða. Nonni og Pápinn, Gunni, fóru bara beint frá mótinu til Siggu en Nonni hafði fengið vondann hausverk á mótinu og var mjög ánægður að komast í myrkrið í svefniherberginu hennar Siggu. Hann steinsofnaði og hafði svo enga matarlyst.
Við sátum ekki lengi við "nýja-gamla" matarborðið hennar Siggu, sem hún hafði prúttað á útimarkaði um hádegið, en sögðum Siggu nýjustu fréttirnar af okkur og lögðum svo af stað heim.

Nú er Bjarney á netinu og spjallar í símann því hún er á förum og fríið einnig búið hjá henni. Hún fer "snemma" morguns til Bandaríkjanna, eða um hádegið, en millilendir heima á klakanu í klukkutíma áður en hún heldur svo af stað til New York. Það verður mikill söknuður hérna í kotinu á morgun en Bjarney hefur verið ansi dugleg að drífa okkur áfram að gera eitthvað á meðan hún væri herna hjá okkur. En það er stutt í að strákarnir og Gunni sjá hana aftur en þeir feðganir fara til Íslands yfir páskana til þess að ferma Nonna og Bjarney mun vera þar líka. Ég fæ hinsvegar ekkert að sjá hana fyrr en í Júní svo það er meiri söknuður hjá mér en þeim-spaug! en það er nú ekki langt í sumarið.
Jæja ég verð að fara í draumalandið svo ég verð frískur á morgun en ég held að ég fari á línuskautunum fyrst það á að vera 17 stiga hiti og þarf ekki að taka með mér trefil né úlpu...svaka gott þetta líf ha?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home