Saturday, January 27, 2007

Fréttirnar af mér

það er nú 27 janúar og 364 dagar þangað til að ég verð á fertugsaldri. Það er bara allt eins og það var þann 25, ekki neinar hrukkur, bumba eða bjúgur en er vísari í dag en í gær. Það er það sem skiptir máli held ég. Það var æðislegt í gær en við Gunni buðum Siggu í mat klukkan átta en allt verulega rólegt svo það var ekki borðað fyrr en um níu. Fjórrétta matur og svo gott. Á meðan ég var að lesa fréttir og vinna í blogsíðu okkar Gunna fór Gunni minn út að græja gjöf en þegar hann kom svo heim fór hann beint inn í eldhús og var þar þangað til að Sigga kom. Hann lagaði sem sagt allan matinn og var svo innilegur og elskulegur. Mér var bannað að fara inn í eldhús svo ég var bara á netinu eða þangað til að Sigga kom.
Við spjölluðum all lengi og borðuðum lengi og vel allan þennan góða mat sem Gunni hafði lagað. Við enduðum á góðri köku sem Gunni var að baka í fyrsta skiptið og var svo góð. En eftir að hafa spjallað til um það bil 1 fórum við á skemmtistað sem heitir Tangó þar sem bara er dansað. Siggan okkar dansaði allan tíman á meðan við Gunni horfðum á og biðum eftir góðri tónlist en það var nú bara frönsk teknó-tónlist í gangi sem á ekki alveg vel við okkur en það var frábært samt að fylgjast með drag-sjóvi. Þessi staður er eiginlega mest sóttur af hommum og lesbíum og stöku sinnum sést í straight-ara eins og hana Siggu okkar. Sigga tók svo leigubíl en við Gunni löbbuðum heim og svo gott að geta bara labbað heim í stað að taka leigubílinn.
29 ára afmælið endaði og frábærlega gaman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home