Friday, March 31, 2006

Ferð í gegnum Paris í leit að Paris-Roller

Myndir af Nonna, Þorsteini, Bjarneyju, Gunna og mér undir Effelturninum Föstudaginn 24 mars. Við ætluðum að ná í
"Paris Roller"-línuskautarallíið. Við vorum búin að skauta í rigningu í um það bil hálftíma þegar við ákváðum að fara okkar eigin leið en höfðum þá mist af öllu línuskautaliðinu. Við vorum komin það langt að við gátum farið að Effelturninum en þar stoppuðum við í nokkurn tíma og fengum okkur að drekka en tókum þá þessar myndir af okkur. Það var hætt að rigna þegar við loksins fengum okkur pásuna. Svo eftir að hafa fengið nokkra túrista til að taka mynd af okkur öllum saman fórum við að "École Militair" en þar fyrir framan er verk sem ber heitið "Friður" og orðið friður er skrifað á öllum tungumálum. Við Nonni fórum upp að verkinu og á meðan Nonni var að taka mynd af Effelturninum sem er í einnig í sömu átt og verkið, skrifaði ég okkur inn á lista til stuðnings friðar á jörðu. Við vorum orðin dálítið þreytt þegar við vorum búin að dást að verkinu að við skautuðum beint heim. Það var rosalega gaman að fara allt þetta og gaman að hafa hana Bjarneyju með en hún eins og ég hef sagt er í námi í New York og var hjá okkur í viku.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home