Monday, January 29, 2007

Fuglasöngur

Jæja við Gunni buðum í kvöldmat frændfólk hans sem voru í rómantískri ferð í Parísinni. Þau búa í Boston og eru að vinna og læra í heilbrygðisgeiranum. Það var yndislegt að fá þau og svo gaman. Það var mikið spjallað og eitthvað var farið í muninn á Frakklandi og Bandaríkjunum. Þau fóru í hádeginu í dag og fljúga beint heim til Boston.

Í dag vaknaði ég snemma og fékk mér kaffi, opnaði rafræna póstinn minn, las eitthvað af því sem var helst í morgunfréttum og renndi í gegnum það sem átti að fara í "Micro Economics". Hvað er Supply og hvað er Demand? Muninn á því, hvað er að gerast þegar verð hækkar og hverjir eru áhrifavaldar og svo framvegis. Þetta er mjög góð uppryfjun frá því í fyrra og gefur mér dálítið forskot þar sem ég tók "Macro Economics". Ég þarf bara að leggja á minnið öll þessi tæknilegu orð sem maður þarf að nota en annars er ég góður í að pæla og spekulera svo ég læri þessi tæknilegu orð fljótt.
Á meðan ég var að leggja á minnið nokkur hagfræði orð heyrðist fuglasöngur. Ég fékk strax vortilfinninguna og varð enn hressari fyrir vikið. Það er nefnilega búið að vera dálítið kallt, allt að 2. mínusgráðum, en engan snjó höfum við fengið sem er það jákvæða við veðrið. Þó að maður er vanur enn meiri kulda þá er kuldinn heima þurr og þar með ekki eins kallt við núll gráðurnar en hér er svo mikill mystur og smýgur kuldinn inn við bein. En maður er nú töluvert betri að klæða kuldan af sér en sumir Frakkar. Fuglasöngurinn er vonandi boð um gott vorveður.
Ég tók svo til skóladót og dreif mig út í metró. Ég fór beint í "Micro Economics" og hlustaði vel og vandlega á kennarann en hann hef ég haft áður. Hann nær að gera efnið mjög áhugavert því hann tengir svo vel við raunveruleikan þannig að maður nær öllu sem sagt er. Ég var með hann í "Economy and Media/Communication" og náði ég að vekja áhuga hans á því sem er að gerast á íslenska markaðinum. Eftir góða kennslu hjá honum fór ég í frönsku og náði að tala heilu setningarnar með réttum beygingum og fékk gott hrós. Ég var með sama kennara í fyrra og þá sagði hún; "Donc! Tu pronoces trés bien mais fais attantion á la conjugaison" (eða þú berð fram mjög vel en passaðu þig á sagnbeygingunum). Í þessum áfanga er meira lagt á að tala rétt en að skrifa líkt og í fyrra. Hún er frábær og ég líki hana alltaf við Edith Piaff því hún byrjaði á því í fyrra að láta okkur syngja "la vie en rose" eftir Edith Piaff.
Jæja ég fór svo heim, kyssti Gunna minn, setti kaffikönnuna í gang enn og aftur, setti útvarpið á klassísku stöðina og sigldi inn í netheim á meðan Gunni las fréttir og svaraði emlum.
Nú er ég enn við tölvu og verð að fara gera eitthvað aðeins viturlega og koma mér út úr netheimi í smá tíma - kannski ætti ég að hlusta á vorsöng fuglanna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home