Sunday, April 09, 2006

Sunnudagurinn 9. April

Nú er tómt í kotinu á Gobelins. Strákarnir fóru til Íslands um hádegið í dag og ég einn heima.
Gunni minn, sem á afmæli í dag, verður í tíu daga en strákarnir tvær vikur. Það er svakalega tómlegt hérna enda er maður orðin vanur því að hafa alla strákana í kringum sig alla daga og alltaf að. Nú er bara að láta tíman líða hratt og hafa nóg fyrir stafni. Emma systir kemur svo með Gunnu litlu ásamt vinkonu hennar, Sollu, á miðvikudaginn og verður hjá mér þangað til á annan dag páska svo það á eftir að verða svaka stuð og mikið að gera næstu daga. Ég sakna þó strákananna minna mjög og get ekki beðið eftir að fá þá heim aftur.

Ég á eftir að þvo þvott og þrífa aðeins áður en stelpurnar koma og einnig að athuga með hvar Gunna litla getur sofið en Emma sagði að hún prílar út um allt á nóttunni svo hún má ekki vera hátt frá gólfi, ég held ég verði bara að færa eitthvað til þar sem þær mæðgur eiga að sofa. Svo á Solla vinkona hennar einnig að hafa það notalegt á meðan parísar dvölinni stendur en ég læt hana fá annað hvort hjónarúmmið, held ég bara, og góða sæng. Þær eiga eftir að vera eins og prinsessur hérna þá daga sem þær dvelja hjá mér. Annars þá þarf ég einnig að gera plan fyrir þær því ég verð í skólanum miðvikudaginn og fimmtudaginn en var að pæla í að láta þær ná í mig í skólan, því nokkra metra frá skólanum er Tour Eiffel og margt að skoða þar í kring. Svo í leiðinni fá þær að sjá skólann minn. Tour Eiffel ferðin verður örugglega á fimmtudeginum en á miðvikudeginum verða þær áreiðanlega dálítið þreyttar en þær munu koma aðeins á undan mér heim á Gobelins. Ég mun svo undirbúa eitthvað sniðugt á þriðjudeginum svo þær fái góðar móttökur þó að ég verð ekki heima til að taka formlega á móti þeim.
Það á eftir að vera mjög gaman framundan.