Thursday, November 30, 2006

Hvað gerist á fimmtudegi?

Það sem gerist á fimmtudögum hjá mér er að ég þarf ekki að mæta fyrr en klukkan tvö í skólan og þar með get ég annað hvort farið snemma að sofa og vaknað snemma eða vakað framyfir og sofið svo út. Í þetta skiptið fór ég að sofa seint og svaf til hádegis. Það er gott að hafa þann kost að geta hlaðið batteríin svona af og til með því að sofa út. Ég dreif mig í skólan og lærði sitthvað í Media Analysis og svo eftir það fór ég í frönsku tíma sem gekk bara mjög vel en ekkert spes sem var að gerast. Það var svo kallt í dag að það voru allir frekar stirðir og draumhuga af kulda.
Eftir að ég var búinn í öllum kúrsum fór ég aðeins lengri leið heim en fór á göngugötuna sem við skólan minn. Ég ætlaði að kaupa jólakort af Parísinni til að senda á hann Frikka minn en sendi nú í hverrri viku kort á hann. En engin kort fundust sem mér leist vel á. Ég verð bara að finna eitt á morgun.
Nú sitjum við Gunni enn og aftur við tölvurnar og erum að skoða hvað sé í fréttum. Á "fóninum" er franskur jóladiskur. Þegar ég labbaði í leit af korti sá ég bás sem seldi dvd og geisladiska en sá strax þennan jóladisk og disk með Edvard Grieg. Báðir diskarnir æðislegir.
Það er svo skemmtilegt að eiga nú jóladisk á frönsku en lögin sem maður kannast við eru svo æðislega fallega sungin á frönskunni.
Þegar ég kom heim var Gunni að gera próf og sortera pappíra en hann þarf að skila af sér prófum sem verða tekin í janúar.
Við ætluðum í ræktina en fórum ekki eftir að hafa hlustað á Grieg og Gunni hafði verið í kafi í pappírum og ég að lesa "Le monde" um Sarkozy, frambjóðanda hægri flokkinn UMP. En hann verður forsetaframbjóðandi hægri manna á næsta ári.
Þess í stað vorum við frekar rólegir og fórum í búðina til að kaupa í matinn sem við erum nú að fara að borða. Á borðstólnum eru tvær skinku tegundir í forrétt, Quiche Lorraine sem er þjóðarréttur frakka, einhverskonar baka með skinku. tómötum, hrærðum eggjum og osti.
Et on dit "bonne apetit!

Wednesday, November 29, 2006

Nú loksins get ég byrjað aftur að skrifa

Jú! kæru lesendur. Því miður gleymdi ég passwordinu mínu en fann það loksins eftir mikla leit og þolinmæði. Ég held að hún Svanborg mín verði ánægð með mig núna þar sem hún var að spyrja mig um daginn afhverju ég væri ekki búinn að skrifa eitthvað nýtt á bloggið mitt. En nú eru biðin búinn. Það á eftir að verða gaman að að byrja að skrifa aftur hér og segja það nýjasta í heiminum og hér heima í Frakklandi.

Nú loksins fann