Friday, March 31, 2006

Ferð í gegnum Paris í leit að Paris-Roller

Myndir af Nonna, Þorsteini, Bjarneyju, Gunna og mér undir Effelturninum Föstudaginn 24 mars. Við ætluðum að ná í
"Paris Roller"-línuskautarallíið. Við vorum búin að skauta í rigningu í um það bil hálftíma þegar við ákváðum að fara okkar eigin leið en höfðum þá mist af öllu línuskautaliðinu. Við vorum komin það langt að við gátum farið að Effelturninum en þar stoppuðum við í nokkurn tíma og fengum okkur að drekka en tókum þá þessar myndir af okkur. Það var hætt að rigna þegar við loksins fengum okkur pásuna. Svo eftir að hafa fengið nokkra túrista til að taka mynd af okkur öllum saman fórum við að "École Militair" en þar fyrir framan er verk sem ber heitið "Friður" og orðið friður er skrifað á öllum tungumálum. Við Nonni fórum upp að verkinu og á meðan Nonni var að taka mynd af Effelturninum sem er í einnig í sömu átt og verkið, skrifaði ég okkur inn á lista til stuðnings friðar á jörðu. Við vorum orðin dálítið þreytt þegar við vorum búin að dást að verkinu að við skautuðum beint heim. Það var rosalega gaman að fara allt þetta og gaman að hafa hana Bjarneyju með en hún eins og ég hef sagt er í námi í New York og var hjá okkur í viku.

Sunday, March 26, 2006

Sunnudagsfréttin á Gobelins

Já! góða fólk nú er sunnudagurinn að enda og einnig þetta langa "Spring brake". En það hefur verið svo gott veður í dag og hreint útsagt ótrúlegt - það er eins og að einhver hafi kveikt á ofninum því það var skítkallt í gær og langt yfir 10 gráðurnar í dag - engir treflar né ullarpeysur næstu daga eða þangað til á miðvikudaginn en þá á víst að verða kallt. En það á að vera 17 stiga hiti á morgun og höfum greinilega fengið forsmakkinn af því í dag - kominn tími til.

Jæja loksinns fær maður gott veður hérna en það sem er að frétta af "Fjölskyldunni á Gobelins " eða teppaverksmiðjunni, er að Gunni og Bjarney fóru að sjá fimleikakappann á móti eitthverstaðar mjög langt frá "Bonne lieu de Paris" - sem sagt langt frá "miðbæ" Parísar. Mótið gekk vel en fimleikafélagið hans Nonna hefur ekki gengið eins vel og núna en það er nátturlega Nonna að þakka - smá mont! þau feðginin fóru snemma af stað, mjög þreytt, og voru allveg til klukkan að ganga "kvöld". Mótið er kallað, eins og ég hef nefnt áður, Zone-mótið eða keppnin og þar voru 24 félög að keppa og hvert félag með 14 meðlimi. Því miður náði félagið hans Nonna ekki sæti og náðu ekki að komast áfram á Frakklandsmótið í Júní en þetta Zone-mót var liðakeppni. Einstaklingskeppnin er enn eftir en þar hefur Nonni mikla möguleika að ná á pallinn enda fimleikakappinn "Champion de Paris".
En Þorsteinn og ég urðum eftir heima og vöknuðum rétt um hádegið. Ég fór að laga og uppfæra Webbloggið mitt og lesa heimsfréttirnar með kaffinu og sígóinu. Við vorum ansi þreyttir en Listamaðurinn Philippe Richard, vinur og hluti af fjölskyldu Gunna, bauð okkur í veislu að hætti frakka. Hann var skiptinemi á Íslandi, bjó hjá Gunna og Eddu, móður strákana, í eitt ár og þau hafa haldið sambandi síðan. Hann var mjög gestrisinn enda "vín-bóndasonur" og bauð okkur upp á ektan franskan heimalagaðan mat; 4 rétta og rauðvín, sem er sérsvið hans þegar það kemur að bjóða í veislur.
Við vorum svo pakksödd og borðuðum alltof mikið en sáum ekki eftir því. Það tók okkur fjóra klukkutíma að borða en þurftum svo að drífa okkur heim til að "setja Nonna í háttinn". Þegar við komum heim vissum við ekki af því að klukkunni var breytt að miðnætti en vorum komnir heim á þeim tíma og vorum búin að sitja afvelta í dágóða stund í stofunni heima þangað til að við föttuðum breytinguna. Klukkan var sem sagt ekkert miðnætti heldur varð hún strax eitt að nóttu til og við nátturlega "allveg í sjokki" yfir þessu - búið að "stela" heilum klukkutíma af okkur og enginn látið okkur vita. En Nonninn okkar var farinn upp í rúm og steinsofnaði.

Um miðjan daginn eða "Aprés-Midi"(góð þýðing á því er "eftir miðdagur" en klukkan var þá orðin fjögur) hringdi Gunni og sagði okkur að Bjarney væri á leiðinni og Nonni búinn að keppa en þeir feðganir þurftu að vera lengur til að fá að vita úrslitinn.
Bjarney kom heim og "dró" svo Þorstein í billjard sem er hérna rétt hjá okkur. Á þeim tíma var ég byrjaður að læra aðeins eða glöggva í gegnum námsbækurnar. Siggann okkar á Rue Barrault hafði hringt í gær og sagst ætla að bjóða okkur öllum í sunnudagsmat klukkan hálf átta svo Bjarney og Þorsteinn komu heim rétt fyrir þann tíma til að ná í línuskautana sína og "sækja" mig í leiðinni, svo við yrðum samferða. Nonni og Pápinn, Gunni, fóru bara beint frá mótinu til Siggu en Nonni hafði fengið vondann hausverk á mótinu og var mjög ánægður að komast í myrkrið í svefniherberginu hennar Siggu. Hann steinsofnaði og hafði svo enga matarlyst.
Við sátum ekki lengi við "nýja-gamla" matarborðið hennar Siggu, sem hún hafði prúttað á útimarkaði um hádegið, en sögðum Siggu nýjustu fréttirnar af okkur og lögðum svo af stað heim.

Nú er Bjarney á netinu og spjallar í símann því hún er á förum og fríið einnig búið hjá henni. Hún fer "snemma" morguns til Bandaríkjanna, eða um hádegið, en millilendir heima á klakanu í klukkutíma áður en hún heldur svo af stað til New York. Það verður mikill söknuður hérna í kotinu á morgun en Bjarney hefur verið ansi dugleg að drífa okkur áfram að gera eitthvað á meðan hún væri herna hjá okkur. En það er stutt í að strákarnir og Gunni sjá hana aftur en þeir feðganir fara til Íslands yfir páskana til þess að ferma Nonna og Bjarney mun vera þar líka. Ég fæ hinsvegar ekkert að sjá hana fyrr en í Júní svo það er meiri söknuður hjá mér en þeim-spaug! en það er nú ekki langt í sumarið.
Jæja ég verð að fara í draumalandið svo ég verð frískur á morgun en ég held að ég fari á línuskautunum fyrst það á að vera 17 stiga hiti og þarf ekki að taka með mér trefil né úlpu...svaka gott þetta líf ha?

Friday, March 24, 2006

Föstudags fréttir

Jæja þá er ég sestur við tölvuna og varð að skrifa nokkur orð. En nú er verulega mikið að gera hjá mér og okkur hérna á Gobelins en Bjarney er nú heimsókn hjá okkur og mikið "planað". Það var svo frábært að hún skuli hafa komið en hún er nú í fríi eins og ég. Hún er í skóla í New York og er þar í líffræði.
Akkurat núna eru strákarnir í íþróttum og Bjarney í heimsókn hjá vinkonu sinni úr MR en sú vinkona flutti út rétt eftir að hún tók stúdentin. Bjarney verður hjá okkur þangað til á mánudag.
Nú er Gunni í símanum að tala við hana Siggu okkar en hún var að halda fyrirlestur á frönskunámskeiðinu og var í heila tvo klukkutíma. Rosalega dugleg og mjög gott að geta haldið fyrirlestur á frönsku.
Ég vaknaði á ekkert voðalega siðlegum tíma en vaknaði um eitt leitið og byrjaði á því að baka "jólaköku" en Gunni og strákarnir eru svo hrifnir af henni. Fullt af rúsínum. Það er eitt það sem ég get allse ekki borðað en setti súkkulaði bita út í svo ég fengi nú eitthvað. Kom bara vel út og vel heppnuð - fyrsta skiptið sem ég baka í þessu landi en Þorsteinn hefur séð alfarið um það hingað til en hann hefur gert ansi margar og mjög góðar "Súkkulaði tertur" handa okkur.
Jæja ég get ekki sagt meira en þetta held ég akkurat núna en kannski mætti nefna það að hann Gunnar minn var í fréttum Rúv í gær. Það var hringt í hann frá Rúv snemma í gær og tekið símaviðtal við hann. Honum gekk bara frábærlega vel. Og góð mynd af honum sem fylgdi með viðtalinu. Jæja en annars komu myndir af götunni okkar í fréttunum og sást í Place d´Italie þar sem við gerum matarinnkaupin.
Sjáumst!

Monday, March 20, 2006

Gamlar fréttir af Lilju og Eik, félögum úr MH

Ég gleymdi að segja frá því að Lilja og Eik komu hingað til Parísar um daginn. Ég hafði verið í sambandi við þær og ætlaði að hitta þær eitt laugardagskvöld og maður orðin dálítið spenntur. En svo kom dálítið upp, sem við vissum ekki af en Nonni átti að keppa á sunnudeginum og við þurftum að stússast út af því á laugardagskvöldinu. Það hefið orðið svo gaman að hitta þær en ég sé þær eitthverntíman seinna þegar betra liggur á.
En sunnudagurinn var skemmtilegur og vaknað var snemma og drifið sig rétt út fyrir Paris, þar sem Nonni átti að keppa. Honum gekk frábærlega vel og komst áfram og mun þá keppa í Zone-keppninni (sem eru, held ég, 7 svæði sem frakkland er skipt upp í).

Fréttir dagsinns

Jú það er enn frí hjá mér og vaknað var um hádegið, sem sagt á skikkanlegum tíma. Strákarnir fóru í skólan og voru frekar spenntir því við áttum von á Bjarneyju í dag. Gunni vaknaði á undan mér og var að taka sig til þegar ég vaknaði. Ákveðið var að ég myndi ná í Bjarneyju á Port Royal mertó stöðinni svo hún kæmist nú á leiðarenda. En hún hefur ekki komið áður á Gobelins þó að hún kannast mikið við Paris. Gunni fór um hálf tvö leitið en á að byrja klukkan tvö. Bjarney hringdi svo rétt eftir að Gunni fór og ég lagði af stað gangandi að Port Royal. Ég kom akkurat á stöðina þegar hún labbaði í gegnum hliðið. Svo frábært að sjá hana og svona frískleg þó að hún hafði ekki sofið neitt af viti í langan tíma. Við löbbuðum heim frá stöðinni en á þeim tíma rigndi ekki. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar þangað til strákarnir komu heim. Þeir stukku á Bjarneyju og kysstu hana bak og fyrir þeagar þeir komum inn um dyrnar. Sú stund var æðisleg. Svo fengu strákarnir nammi og annað skemmtilegt frá systur sinni. Nonni dreif sig í fimleika en var ekki allveg að nenna að fara útaf hve spennandi það var að sjá systur sína. Við Bjarney og Þorsteinn spjölluðum aðeins áður en hann Gunni min kom heim. Hann varð svo glaður að sjá dóttur sína en hann hefur nú ekki séð hana síðan í ágúst í fyrra því hún er nú í námi í New York. Það er búið að vera svo yndislegt.
Við fórum niður í búð og keyptum Tacos í kvöldmatinn en Bjarney og Þorsteinn skultuðust á línuskauta til þess að ná í Nonna.
Borðað var svo kvöldmatinn og spjallað um allt milli himins og jarðar. Eftir matinn fóru strákarnir í háttinn og fengu svo lestur á frönsku frá pápa sínum.
Nú sitjum við Gunni og Bjarney við tölvurnar og erum að hlusta á fréttir dagsinns.

Saturday, March 18, 2006

Dagurinn í dag

Jæja nú er Laugardagur og margt ákveðið. Soffía, vinkona og frænka Gunna, Guðrún, æskuvinkona Gunna, heimsóttu "Sigguna okkar" í París og voru boðnar í franskan mat og eitthver íslenskur maður sem ætlar að gista í íbúð Fern Nevjinskis, sú sem á íbúðina sem við búum í, ætlaði að koma eftir hádegi. Ekki sáum við þennan íslending en heyrðum í honum mjög seint símleiðis og hann ekkert ákveðin í því að koma að skoða íbúðina. Okkur var bara allveg sama og ákváðum að taka því verulega rólega. Gunni sat við tölvuna sína en hann þurfti að tæma hana öllu gögnum og var að endurhlaða öll göng sem hann átti og var að reyna að tengja sig "wirelessly" og "locally" og honum tókst það við mikinn fögnuð. Nonni kom um eitt leytið eftir góða fimleikaæfingu en hann er nú að fínpússa hreyfingar fyrir næsta mót sem er um næstu helgi, en hann á eftir að verða næsta íþrótta-frétt á NFS eða RÚV. Þorsteinn, "arkitektinn", fór að reyna sig í "html-kóðun" á blogspot.com og það er ótrúlegt hvað hann er fljótur að tileinka sér þessa net-þekkingu. Til að monta sig aðeins þá hef ég sterklega á tilgfinningunni að þeir munu ná langt í lífinu.
Eftir að Gunni náði að tengja sig "wirelessly" ákváðum við tveir að fara út í [serkutrý]-ið okkar, á línuskautum, að Tolbiac götu en þar er besta "Mouse au Choklade bæjarinns" og bestu kæfurnar, skinkurnar og ostarnir. Þó að við búum við Mouffetard, sem "hlaðin" er góðu kjöti og osta-búðum eru búðirnar við Tolbiac götu enn betri. Við drifum okkur út í mótmælagönguna sem er hefur stækkað aðeins síðan í gær, en hún var sú stærsta sem ég hef séð. Við línuðum dansandi á móti "festande"mannmergðnum að Tolbiac götu og hittum þar kjötbúðar-stúlkurnar sem virðast ekki geta gleymt okkur. En við fengum svo góða þjónustu og dálitla kennslu í franskri matarhefð í leiðinni. Svo ofboðslega gaman að koma þangað og hitta þessar stelpur en þær eru svo innilegar. Eftir góða kennslu í matarhefð frakka fórum við sömu leið heim en stoppuðum í "tabac" til að kaupa sígarettur og vindla. Við náðum að koma okkur í gegnum mannmergðina einu sinni enn en komum heim mjög þreyttir líkamlega. Þessir línuskautar geta verið ansi góðir í þrek-þjálfun. en þetta er kannski eitthvað fyrir líkamsræktarstöðina Hreyfingu til að hugsa um.
Þegar mótmælendur voru að fara að flykkjast frá þar sem við eigum heima fórum við að undirbúa kvöldmatinn. Soffia, Guðrún og Sigga fengu 5 rétta kvöldverð og voru alsælar með allt en eftir að þær fóru, settumst við Gunni við tölvurnar og hrofðum á NFS-fréttirnar og erum enn að. Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir mótmælagöngunni í dag þá er hægt að sjá hana í fréttum RÚV eða á NFS en myndir af götunni okkar er í fréttum.

(festande: att festa (sögnin)=skemmtun: að skemmta | Wirelessly=þráðlaust | locally=beintengt)

Sunday, March 12, 2006

Sorbonne

Ji, ég gleymdi að segja frá því þegar við vorum á stússinu og vorum að flakka á milli búða, þurftum við að fara framhjá Sorbonne Háskólanum. Ég hef bara aldrei séð eins mikið af lögreglumönnum samankomnir á einum stað. Þeir voru búnir að girða Sorbonne bygginguna allveg af en það voru engir stúdentar þegar við fórum framhjá. En Stúdentarnir höfðu ekki einungis gert allt vitlaust inni í aðalbyggingunni heldur var búið að brjóta auglýsingaskylti og eiðileggja strætóskýlin sem eru við skólann. Ég spurði Gunna í vikunni hvort hann fyndi fyrir þessum mótmælum í skólanum sínum en hann er að kenna í Sorbonne í 19 hverfi, eða Sorbonne IV. En hann hefur ekki fundið fyrir neinu og við strákarnir bara verulega fegnir því. Við heyrðum í gær að þessi mótmæli munu standa lengur yfir en vonum samt að þessu lægi. Sagnir segja að þessi mótmæli lýkjast mótmælunum 1968 en þá varð alsherjar verkfall í Frakklandi. Maður verður bara að fara að hlusta á "Il été une fois" tónlistargrúppíuna frá árinu 1968 en sú hljómsveit varð mjög vinsæl á þeim tíma, en Gunni keypti þennan disk í fyrra og hlustað var á hann alla leið frá Paris til Króatíu, þegar við strákarnir fórum í páskafrí.

Saturday, March 11, 2006

[smaáveijis´- um´- ig]

Já, nú er ég kominn i smá frí eða í næstum tvær vikur. Ég sem var orðinn svo áhugasamur um það sem ég var að gera í skólanum, fæ ég bara frí. En ég ætla að gera eitthvað uppbyggilegt og menningarlegt í þessu fríi og einnig þarf ég að fara yfir það sem ég hef verið að læra síðan í janúar. Annars fékk ég nokkuð af verkefni sem ég þarf að gera í fríinu.
Núna er ég fastur við tölvuna og Gunni mér við hlið, báðir fastir við skjáinn og erum að hlusta á fréttirnar og þætti. Strákarnir fyrir löngu farnir að sofa og eru að seilast inn í hinn djúpa draumaheim. Bræðurnir eru að fara keppa á morgun, Þorsteinn í fótbolta tíu mínútur fyrir tólf og Nonni klukkan átta en Nonni þarf að vakna klukkan sex til þess að fá far hjá einum félaga sínum. Það verður svaka stuð í kotinu á miðdegi, þegar strákarnir koma heim - ég verð að segja hvað ég er lukkulegur að hafa fengið að kynnast foreldrahlutverkinu og honum Gunna mínum. Lífið gæti ekki verið skemmtilegra. Je les aime beaucoup beaucoup...

Við vorum voðalega dulegir í dag en vöknuðum á skikkanlegum tíma eða klukkan tvö, ég fór út í bakarí og keypti Pain de Table og Pain au chocolate handa okkur áður en við drifum okkur út um klukkan fjögur. Við drifum okkur á línuskautana og fórum að kaupa "frönsku kennsla fyrir þig" á geisladisk fyrir strákana, æfingarbók, stílabækur, blek í prentarann og eyðublöð...náðum svo að kaupa í matinn, fara í bakaríið og setja Nonna í klippingu í leiðinni...ekkert smá afrek á stuttum tíma en það er svo skrítið, allavega miðað við heima á Íslandi, að það er ekki hægt að kaupa eyðublöð né blek í venjulegum bókabúðum svo það fór ansi langur tími í að flakka á milli búða eftir öllu smádótinu, en eftir allt stússið fórum við heim, settumst niður í smá stund en Sigga var þá kominn. Við spjölluðum í smá tíma um frönsku kennslu, pólitík og annað sem var ofarlega í huga okkar.
Þó að við vorum öll frekar þreytt þá drifum við okkur í að gera matinn kláran, enda búinn að bjóða Siggu í mat. Það var það hefðbundna í forrétt og svo steikt kjöt með "Íslenskri Berne´sósu" og ofnbökuðum kartöflum. Það sem kom á eftir var einnig mjög hefðbundið: ostar og baguette. Strákarnir, Nonni, Þorsteinn, Gunni og ég fengum okkur ís með súkkulaðisósu í desert. Sigga, eða eins og ég kallaði hana í dag, Ungfrú Rungis (en var að vísa í Ungfrú heim og "Rungis" er torgið sem Sigga býr við).
Strákarnir fóru í tölvuleiki og við Gunni sátum og spjölluðum í smá stund áður en við tókum allt til á matarborðinu. En svo fóru strákarnir að sofa og við Gunni fórum í tölvurnar okkar til þessa að svara emlum, laga bloggið, hlusta á fréttir, gera Súdúkó, spjalla...
Góður endir á góðum degi...
Keep up the spirit folks...

Thursday, March 02, 2006

Seulement á francais (Wed. Feb. 22. 2006)

Mais c´est trés froid á Paris et je ne sais pas quand ca finira. Je me suis levé á huit heure ce matin pour apprendre le premier période de l´anglais. Je n´y suis pas arrivé en retard mais cette période était amusant, comme d´habitude. Une femme americaine que je connais bien, parce qu´elle apprends francais avec moi, s´appelle Maya. Elle et moi ont marché tous ensemble aprés le cours de francais á une autre maison de l´université ou elle travaille. Elle est trés trés drole et trés sincére. Toute la journée á l´école était bien.
Maintenent, je parle avec mon marie qui est charmant, amoureux, sincére, beau, le majeur et le meilleur homme du monde.
Maintenant, je pensé cette texte est sufficent pour le moment. Je crois que j´écrira plus, plus tard á francais bien sur.